silkiprentun
Silkiprentun er hægt að nota á nánast alla flata fleti og er mögulegt að prenta í einum eða fleiri litum á flesta hluti. Hönnun er keyrð út á filmu sem er svo límd í ramma sem búið er að strekkja fínu neti. Netið er næmt fyrir ljósi og þegar búið er að líma filmuna á rammann þá er ramminn lýstur með UV ljósi. Ljósið lokar öllu netinu nema þeim hluta sem á að prenta á vöruna. Prentlitnum er svo þrýst í gegnum netið og á yfirborð hlutarins.
Silkiprentun er aðallega notuð á fatnað og nælon vörur eins og regnhlífar, húfur og töskur. Fljótleg og algeng aðferð til þess að prenta merki eða skilaboð og er kjörin fyrir stærri merkingar.
lASERMERKING
Aðferð þar sem merkið er grafið í vöru úr járni, við eða gleri. Lasergeislanum er stjórnað af tölvu sem tryggir að það er hægt að staðsetja merkið með mikilli nákvæmni. Eins er mjög auðvelt að lasergrafa mjög fínar línur og smátt letur. Það er ekki hægt að lasermerkja í mörgum litum. Liturinn ákvarðast af efninu undir yfirborðinu sem merkið er grafið í. Þessi aðferð gefur virðulegan og vandaðan blæ og er mjög varanleg.
ÍSAUMUR
Tækni þar sem merkið er saumað í vöruna. Ísaumur er notaður til þess að merkja fatnað, húfur og töskur. Verðlagning er ákvörðuð eftir fjölda saumaspora og stærð merkis. Hámarksfjöldi lita sem hægt er að nota eru 24. Saumakort er nauðsynlegt til þess að geta saumað merki í vöru. Merki þar sem allur flöturinn er fylltur eða notaðir eru gull og silfurþræðir eru tímafrekari og þ.a.l. kostnaðarsamari en önnur.
Meira um ísaumGLER- & POSTULÍNSMERKING
Við bjóðum upp á fjóra möguleika í merkingu á gler og postulín; silkiprentuð transfer merki, silkiprentað beint, púðaprentun og stafræna prentun fyrir ljósmyndir. Prentunin er hituð við 800° hita og er því einstaklega endingargóð.
PÚÐAPRENTUN
Mjög vinsæll merkingamöguleiki sem notaður er til þess að prenta á yfirborð nánast allra hluta, óháð lögun þeirra eða stærð. Hönnun eða merki er lýst á prentklisju. Púðinn sem er gerður úr siliconi, þrykkir hönnuninni af prentklisjunni og á viðkomandi vöru. Með því að nota mismundandi stærðir af púðum þá er mögulegt að merkja fjölbreytilega hluti allt frá pennum til bakpoka. Að auki þá er hægt að prenta fleiri en einn lit á flestar vörur.
Flest allar okkar vörur úr plasti eru merktar með þessari aðferð. Hún er fljótleg, hagkvæm og sennilega vinsælasta aðferðin til þess að merkja smávörur. Púðaprentun er hægt að nota á bæði plast og járn. En það er ekki hægt að ábyrgjast varanlega merkingu á alla járnhluti.
Meira um púðaprenunTRANSFERPRENTUN
Með aðferð silkiprentunar er merkið prentað á pappír sem sér um að flytja merkið á vöruna. Hitapressa er svo notuð til þess að koma merkinu af pappírnum og á vöruna. Þessi aðferð er oft notuð þegar prenta á marga liti á fatnað eða merkja á regnhlífar og derhúfur. Með transferum er mögulegt að prenta mjög fínar línur og flókna grafík á fjölbreytt úrval af fatnaði t.d. íþróttabúninga, skyrtur og pólóboli. Þetta er háþróuð prentun sem skilar hágæða prentgæðum.
Skil á gögnum
Best er að senda merki í vektor formi, annað hvort sem .ai eða .pdf skjöl. Einnig er mikilvægt að láta litanúmer fylgja með merkingu. Við förum eftir Pantone litakerfinu. Lita- og bitmap myndir þurfa að vera í 300 punkta raunstærð.
Blöðruprentun
Blöðrur gleðja unga fólkið og skreyta umhverfið hjá fólki á öllum aldri. En hvernig er hægt að prenta á blöðrur án þess að sprengja þær? Sjáðu myndbandið til að fylgja blöðru í gegnum prentferlið hjá okkur í Bros.
Meira um blöðruprentun