Fyrirtækið Fruit of the Loom hefur hlotið vottun frá WRAP samtökunum. WRAP vottunin felur í sér að fyrirtækið fylgi 12 reglum sem tryggja réttindi og aðstæður verkafólks í verksmiðjum þeirra.
Reglurnar 12 eru þessar:
1. Að lögum og vinnustaðareglum sé fylgt.
Fyrirtækið verður að fylgja lögum og reglum í þeim löndum sem það starfar í.
2. Vinnuþrælkun er bönnuð
Verksmiðjur mega ekki nota vinnuafl sem er í ánauð eða hefur verið fengið í gegnum mannsal.
3. Barnaþrælkun bönnuð
Verksmiðjur mega ekki ráða börn sem eru yngri en 14 ára eða sem eru undir löglegum vinnualdri í landi hverju. Vinna má heldur ekki skarast á við skólaskyldu.
4. Bann við áreitni og misnotkun
Vinnuumhverfi skal vera laust við áreitni eða misnotkun frá yfirmönnum og samstarfsfólki og öll líkamleg refsing er stranglega bönnuð.
5. Laun og kjör
Fyrirtækið verður að fylgja lögum um laun og borga að minnsta kosti lágmarkslaun ásamt orlofi og öðrum bótum.
6. Vinnustundir
Vinnustundir á degi hverjum og vinnudagar í viku mega ekki fara yfir leyfilegt hámark samkvæmt lögum. Fyrirtækið verður að veita einn frídag yfir sjö daga tímabil nema neyðartilfelli gefi tilefni til annars.
7. Bann við mismunun
Fyrirtæki skal ráða, borga, verðlauna og reka starfsfólk byggt á verðleikum þess í starfi en ekki persónu þeirra eða trúarskoðunum.
8. Heilsa og öryggi
Vinnuumhverfi verður að vera heilsusamlegt og öruggt. Þetta líka við um vinnubústaði sem fyrirækið útvegar.
9. Frelsi til samninga
Fyrirtækið verður að virða réttindi verkafólks til að semja við það verkalýðsfélag sem það vill og réttin til að vera ekki í verkalýðsfélagi.
10. Umhverfi
Fyrirtækið verður að fylgja umhverfisreglum og tileinka sér umhverfisvæn vinnubrögð hvar sem það starfar.
11. Tollar og innflutningur
Fyrirtækið skal fylgja lögum varðandi tolla og innflutning.
12. Öryggi
Fyrirtækið skal fylgjast sérstaklega með því að ólöglegur varningur fari ekki með sendingum þess úr landi. Hér er átt eiturlyf, sprengiefni og annan smyglvarning.
Fruit of the Loom er einn af okkar elstu birgjum og það er gott að vita til þess að vinnuferlar fyrirtækisins séu vottaðir af óháðum aðila. Þú getur skoðað vörur Fruit of the Loom sem við bjóðum upp á með því að smella á takkann hér til hliðar.