Author Archives: Pétur Harðarson

Heimsmetið í bolaprentun

Fyrirtækið M&R framleiðir margar af bestu silkiprentvélum í heiminum og í júní 2013 settu þeir heimsmet í silkiprentun á boli en við hjá Bros notum einmitt 12 lita M&R vél í vinnslunni okkar. Prentarinn Luis Omar Viera stóð við vélina allan tímann en hann átti fyrra heimsmetið sem var 1909 bolir á klukkutíma. Hann rústaði […]

Ætlar þú að hlaupa í sumar?

Hlaup er ódýr og heilsusamleg líkamsrækt. Það eina sem þarf til að byrja að hlaupa er fatnaðurinn og góða skapið. Hlaup er eitthvað sem hægt er að gera einn með sjálfum sér, með hundinum, fjölskyldunni eða jafnvel vinnufélögunum. Á Íslandi má víða finna góða staði fyrir heilsusamlegt skokk og göngutúra og útiveran ein og sér […]

Blöðruprentun

Blöðrur gleðja unga fólkið og skreyta umhverfið hjá fólki á öllum aldri. En hvernig er hægt að prenta á blöðrur án þess að sprengja þær? Smelltu á myndbandið til að fylgja blöðru í gegnum prentferlið hjá okkur í Bros. Við silkiprentum á blöðrurnar sem tryggir góða þekju og endingu. Þú getur skoðað nánari upplýsingar um liti og […]

Púðaprentun

Púðaprentun hentar vel við prentun á smáhluti eins og penna. Áður en prentun hefst þarf filmur. Fyrsta skrefið í prentferlinu er að lýsa merkið í prentklisju. Prentklisjunni er síðan komið fyrir í vélinni og prentlitir valdir. Eftir prufuprentun og þegar prentari er sáttur við útkomu þá hefst fjöldaframleiðsla. Vélin er handmötuð þannig að hvert stykki er handfjatlað. Flest stykki […]

Ísaumur

Ísaumur er falleg merking og hentar vel í til dæmis derhúfur og flísfatnað. Saumavélarnar eru tölvustýrðar og þess vegna hefst hvert verk í tölvunni. Merkið er sporsett og hver hreyfing saumavélarinnar er ákveðin fyrirfram í tölvunni. Saumvélarnar sauma allt að 800 spor á mínútu. Því getur tekið talsverðan tíma að sauma stór merki. Prufa er gerð af merkinu og […]