Plastpokar eru til margra hluta nytsamlegir. Við notum þá undir matvöru, íþrottafötin, skólabækurnar og í raun hvað sem passar í þá. Þeir eru ódýrir og þeir eru alls staðar. En þó það séu margir kostir við notkun plastpoka þá fylgir þeim einn alvarlegur ókostur; þeir menga umhverfið.
Talið er að við notum á milli 0,5 og 1 billjón plastpoka á heimsvísu á einu ári. Þó að endurvinnsla á plasti hafi stóraukist síðustu áratugi þá er stór hluti plastpoka sem fýkur út í náttúruna á hverju ári.
Hér eru nokkrar staðreyndir um hvaða áhrif plastpokar hafa á umhverfið:
- Plastpokar brotna ekki niður í náttúrunni. Þeir brotna niður í smáhluta og menga jarðvegi og vatn. Þannig menga þeir matarbirgðir dýra.
- Það getur tekið plastpoka 400 – 1000 ár að brotna niður í náttúrunni.
- Plastpokar valda dauða yfir 100.000 skjaldbaka og annarra sjávardýra þegar þau borða þá.
- Plastpokar eru meðal 12 hluta sem oftast finnast við hreinsun strandlengja.
- Tæplega 90% alls úrgangs í sjónum er plast.
En hvað er til ráða?
Það er ekki raunhæft að ætla að við munum alfarið hætta að nota plastpoka á næstunni en við getum minnkað notkunina með ýmsum ráðum. Meðal annars getum við hætt að nota plastpoka sem við kaupum út í búð og hætt að nota þá undir alla hluti á heimilinu. Við getum keypt plastpoka sem við notum í ruslafötuna sem fara svo beint í þar til gerða ruslatunnu og þannig í endurvinnslu. Í staðinn fyrir innkaupapokana getum við notað fjölnota poka.
Bros auglýsingavörur býður upp á gott úrval af fjölnota pokum. Við erum meðal annars með poka frá Earthpositive en þar er leitast við að kolefnisfótspor framleiðslunnar sé í algeru lágmarki.
Þú getur kynnt þér framleiðsluferli þeirra nánar hér.
Með því að gera örlitla breytingu á neysluvenjum okkar og tryggja að sem flestir plastpokar lendi í endurvinnslu getum við stórminnkað áhrif þeirra á umhverfið.