Ísaumur

Ísaumur er falleg merking og hentar vel í til dæmis derhúfur og flísfatnað. Saumavélarnar eru tölvustýrðar og þess vegna hefst hvert verk í tölvunni. Merkið er sporsett og hver hreyfing saumavélarinnar er ákveðin fyrirfram í tölvunni.

Saumvélarnar sauma allt að 800 spor á mínútu. Því getur tekið talsverðan tíma að sauma stór merki. Prufa er gerð af merkinu og tvinni valin sem hæfir litunum í merkinu.

Þegar starfsmaður er sáttur við útkomuna hefst fjöldaframleiðsla. Sama merkið er saumað á öllum hausum samtímis. Því er hægt að framleiða allt að 10 merki samtímis á tveimur vélum. Þegar saumavélin hefur klárað merkið þá er merkingin yfirfarin og flíkin er tilbúin.