Stofnvinna

Bros er með sína eigin grafíkdeild sem sinnir stofnvinnu fyrir prentverkin. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta sinnt þeirri vinnu innanhúss því nánasta hvert einasta verk hefur viðkomu í grafíkdeild áður en það er prentað.

 

Grafíkdeildin útbýr próförk sem send er til viðskiptavinar til samþykktar áður en prentað er. Oft þarf að eiga við merkin svo þau henti á viðkomandi prentgrip. Það getur verið allt frá því að stækka/minnka merkin, fækka/fjölga prentlitum í þeim eða þykkja línur til að við komandi prentvél ráði við prentunina.

 

Þegar merkið er tilbúið og viðskiptavinur sáttur við útlitið er hægt að keyra út filmur. Eina filmu þarf fyrir hvern prentlit í merkinu, þess vegna er dýrara að prenta eftir því sem prentlitir í merki eru fleiri.

 

Þegar grafíkdeild hefur útbúið filmur og prentað út verklýsingu sem byggð er á próförkinni þá hefur grafíkdeild lokið sínum þætti og verk getur farið í prentdeild til framleiðslu.

 

Fyrsta skrefið í prentun er að prentari lýsir merkið í prentmót. Eitt prentmót þarf fyrir hvern prentlit og eru það fjöldinn af filmum sem ráða fjölda prentmótanna.